Melrakkaslétta

From: kr.2.500

Sléttuhlíðarvatn – Dagsleyfi

Lýsing

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Hraunhafnarvatn, Æðarvatn og Arnarvatn í landi Skinnalóns á Melrakkasléttur

Staðsetning:
Vötnin eru á Melrakkasléttu í nágrenni við Raufarhöfn.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Fjarlægð er um 644 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 10 km. frá Raufarhöfn að Hraunhafnarvatni. Vatnasvæðið liggur við þjóðveg nr. 85. Hraunhafnarvatn er við þjóðveginn og liggur hann við vatnið á malarrifi sem er milli vatns og sjávar. Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar. Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.

Upplýsingar um vatnið
Hraunhafnarvatn er stærsta vatnið á Melrakkasléttu eða 3,4 km2. Vatnið er dýpst um 4 m. og er í 2m. hæð yfir sjávarmáli. Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins. Æðarvatn og Arnarvatn eru mun smærri.

Veiðisvæðið
Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða. Bestu veiðistaðirnir í Hraunhafnarvatni eru við mölina og einnig með því að ganga inn með vatninu í átt að Hraunhafnará. Í Æðavatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum. Mesta dýpt er u.þ.b. 3 mtr.

Gisting
Leyfilegt er að tjalda á eigin ábyrgð á gömlu túni við vatnið, en stutt er í mjög gott skipulagt tjaldstæði á Raufarhöfn. Einnig er hægt að athuga með gistingu á Hótel Norðurljósum eða á Gistihúsinu Hreiðrið www.nesthouse.is, sem er staðsett á Raufarhöfn.

Veiði
Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Vel hefur verið staðið að grisjun á smábleikju á svæðinu sem hefur aukið á meðalþyngd veiddra fiska. Mikið er af bleikju allt að 3 punda, á vatnasvæðinu sem og urriða sem getur orðið allt að 6 pund. Í Æðarvatni er fiskurinn af svipaðri stærð og úr Hraunhafnarvatni enda rennur lækur þarna á milli. Í Arnarvatni er hærra hlutfall af urriða en þar er veiðin minni sökum þess að lengra þarf að ganga til að komast á veiðislóðir.

Agn
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn
Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.

Reglur
Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.

Veiðivörður
Halldór Þórólfsson S: 863-8468.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Melrakkaslétta”