Blautulón og Ófærur

From: kr.2.000

Kleifarvatn á Reykjanesi – Dagsleyfi

Lýsing

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Blautulón og Ófærur. Góð veiðivötn á hálendinu.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Lónin eru í um 220 km frá böfuðborgarsvæðinu. Farin er Fjallabaksleið nyrðri. Annars vegar eftir vegi F208 í gegnum Landmannalaugar eða þá í gegnum Skaftártungu.

Sé farið í gegnum Landamannalaugar er beygt af Fjallabaksleið F208 inn á Langasjósveg og eknir um 11 km þar til beygt er til hægri. Þaðan erum 2 km akstur að austara lóninu.

Einnig er hægt að leggja við Nyrðri-Ófæru og labba upp að vestari lóninu. Það er um 500 m ganga.

Upplýsingar um vatnið
Blautulón má finna á hálendinu í Skaftártungnaafrétti. Lónin eru tvö. Mest er af smábleikju í lóninu en þar má einnig veiða stærri ránbleikjur og stöku urriða.

Blautulón eru fjölskylduvænn veiðistaður þar sem mikið af fiski er í vatninu og flestir sem þar veiða fá fisk. Hér má veiða eins mikið og hver vill.

Við Blautulón ertu umvafinn eldfjallalandslagi, svörtum söndum og mosagrónum breiðum.

Veiðisvæðið
Leyfilegt er að veiða í báðum lónunum öllum og útfalli í Nyrðri-Ófæru, ekki í ánni sjálfri.

Gisting
Tjalda má endurgjaldslaust á svæðinu, en ganga skal vel um og hirða allt rusl eftir sig. Athuga skal að á svæðinu er ekki skipulagt tjaldstæði né hreinlætis aðstaða.

Hægt er að fá gistingu í fjallaskálanum Skælingum sem og Hálendistmiðstöðinni Hólaskjóli

Veiði
Mest er af bleikju á svæðinu. Meðalstærð er um ½ -2 pund en einnig er eitthvað um urriða.

Agn
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Einnig er heimilt að leggja net.

Besti veiðitíminn
Best er að veiða fyrri hluta sumars og á haustin.

Reglur
Utanvega akstur er stranglega bannaður. Bannað er að veiða í Nyrðri- Ófæru, aðeins í útfalli

Bátanotkun er heimil sem og einnig eru hundar velkomnir.

Leyfilegt er að tjalda en ganga skal vel um svæðið og hirða skal allt rusl eftir sig

Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að fara beint niður að vatni en hafa Veiðikortið sýnilegt í bílglugga til þæginda fyrir veiðivörð. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Annað
Leigutaki ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir eða öðru sem upp kann að koma í tengslum við veru veiðimanna á viðkomandi svæði.

Veiðivörður
Hlynur Björn Pálmason, sími 824-1128

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Blautulón og Ófærur”