Hraunsfjörður

From: kr.2.500

Meðalfellsvatn – Dagsleyfi

Flokkur:

Lýsing

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Hraunsfjörð. Hraunfjörður er feykivinsælt veiðivatn sem er hvað þekktast fyrir frábæra sjóbleikjuveiði.

Staðsetning:
Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.
Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km. við skilti er vísar á veiðisvæðið.

Upplýsingar um vatnið:
Hraunsfjörður er afburðarskemmtilegt veiðisvæði. Um er að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Svæðið er víðáttumikið og mikið af fiski, sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi.

Veiðisvæðið:
Heimilt er að veiða í lóninu fyrir innan stíflu. Veiði fyrir neðan stíflu er bönnuð með öllu. Athugið að það er bannað að veiða í stífluopinu og ekki er heimilt að standa á steinsteypta kantinum og kasta þaðan. Samkvæmt veiðireglum má ekki veiða nær stíflu en 20 m. en athugið þó að ekki má veiða nær stíflu en 100 m. að vestanverðu, þar sem nyrsti hluti vesturbakkans er í eigu Berserkseyrar og tilheyrir ekki veiðisvæðinu.

Gisting:
Við vatnið er góð aðstaða fyrir tjöld og húsbíla, en tekið skal fram að ekki er skipulalgt tjaldsvæði né hreinlætisaðstaða. Þá er farinn slóði vestan megin við vatnið, sem nær inn að botni fjarðarins. Einnig er bent á bændagistingu í Eyrarsveit og gistimöguleika í Grundarfirði og Stykkishólmi.

Veiði:
Í vatninu má finna sjóbleikju, sjóbirting og lax.

Daglegur veiðitími:
Frá kl. 7 – 23.

Tímabil:
Veiðitímabilið hefst 1. apríl og því lýkur 30. september.

Agn:
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn:
Mjög góð veiði er í júlí og ágúst. Einnig hafa menn gert góða vorveiði í apríl og maí, sér í lagi sjóbleikjuveiði. Fiskurinn er mikið í flugu á vorin en síðsumars gengur bleikjan inn undir botn og er gjarna við ósa lækjanna sem falla í vatnið, sér í lagi á heitum dögum. Veiði dreifist nokkuð jafnt yfir sumarið, en óneitanlega er meiri von á laxi og sjóbirtingi þegar komið er fram í ágúst.

Reglur:
Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl. Óheimilt er að aka utan vega. Ekki er heimilt að aka ófæran veg sem liggur austan megin í dalnum þar sem áður var eyðibýli. Einnig eru veiðimenn beðnir um að aka ekki í hraunkantinum inn að vatninu. Öll veiði úr bátum er bönnuð korthöfum Veiðikortsins. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga til veiða af hófsemi.

Annað:
Hundaeigendur athugið að passa upp á hunda ykkar þar sem upp hafa komið tilfelli þar sem hundar hafa farið í fé.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Veiðivörður er Tryggvi Gunnarsson S: 893-0000. Veiðieftirlitsmaður er Bjarni Júlíusson, S. 693-0461.
Veiðimenn skulu sýna veiðiverði og veiðieftirlitsmanni veiðileyfi sín og/eða Veiðikortið, sé um það beðið.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Hraunsfjörður”