Skilmálar

SÖLUAÐILI
Veiðikortið ehf.- Kt. 671204-2120 – Rafstöðvarvegi 14 – 110 Reykjavík – veidikortid@veidikortid.is.

GREIÐSLA

Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti eða debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. 

AFHENDING VÖRU

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti á kostnað seljanda. 

Sendingarkostnaður er innifalin í verði.

VÖRUSKIL

Að skipta og skila vöru Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

VÖRUVERÐ

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum vsk eins og við á en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram en öllu jöfnu er sendingakostnaður innifalinn nema annað sé tekið fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti næsta virka dag.

Veiðikortið ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.

VARNARÞING

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Veiðikortinu á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Veiðikortið áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.