Kleifarvatn á Reykjanesi

From: kr.2.500

Kleifarvatn á Reykjanesi – Dagsleyfi

Lýsing

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Kleifarvatn á Reykjanesi. Vinsælt veiðivatn í nágrenni höfuðborgarsvæðins sem geymir væna urriða og fallegar bleikjur.

Staðsetning:
Kleifarvatn er á Reykjanesskaga, staðsett á milli Sveifluhálsar og Vatnshlíðar.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.
Fjarlægð er um 34 km. frá Reykjavík.  Auðvelt er að komast að vatninu, en aka þarf Krísuvíkuleið og liggur vatnið meðfram þjóðveginum.

Upplýsingar um vatnið:
Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 8 km2. að stærð og 136 m. yfir sjávarmáli.  Mesta dýpi í vatninu er um 90 m. á móts við Syðri Stapa. Meðaldýpi í vatninu er um 29 m. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar fer fyrir veiðiréttinum í vatninu.  Kleifarvatn er frægt fyrir stórfiska og mælingar sýna mikið af fiski í vatninu, einnig hafa kafarar séð mikið af vænum fiski þar. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur hafið ræktunarátak í vatninu og sumarið 2006  var sleppt um 10.000 ársgömlum urriðaseiðum í vatnið. Sleppingum verður haldið áfram næstu ár auk þess sem slóðar í kringum vatnið hafa verið lagfærðir.

Veiðisvæðið:
Veiði er heimil í öllu vatninu.

Gisting:
Engin gistiaðstaða er við vatnið.

Veiði:
Í vatninu eru bæði bleikja og urriði.

Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn.

Tímabil:
Veiðitímabilið hefst 15. apríl og lýkur því 30. september.

Agn:
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn:
Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.

Reglur:
Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.  Bátaumferð á vatninu er bönnuð.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Kleifarvatn á Reykjanesi”