Lýsing
Silungsveiði frá A-Ö fyrir bæði veiðisjúka og veiðiforvitna.
22. apríl 2023 kl. 14-19.
Staðsetning: Level 10 klúbbur – Garðatorgi, Garðabær
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Caddis bræðurnir Hrafn Ágústsson og Ólafur Ágúst Haraldsson og Ólafur Tómas Guðbjartsson, betur þekktur undir nafninu Dagbók Urriða. Þátttakendur fá beint í æð sérsniðið námskeið þar sem þeir félagar munu miðla á markvissan hátt úr reynslu sinni og viskubrunni um silungsveiðar.
Námskeiðið er hannað fyrir bæði byrjendur og langt komna. Teljum við efnið vera djúpt og aðgengilegt og er miðað að því að veita þekkingu sem erfitt er að finna annarsstaðar. Markmið námskeiðsins er að eftir að hafa setið þetta námskeið sé þáttakandi með djúpa innsýn inn í þennan ævintýraheim stangveiðinnar og tilbúinn til að veiða hvar sem er, við flestar aðstæður.
Námskeiðið er fimm klukkustundir og verður í fyrirlestraformi.